Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Kjúklingabringa á súrdeigsbrauði

og avókadó franskar

Fjöldi
4
Innihaldsefni 4 stk. súrdeigsbrauðsneiðar 1 poki klettasalat 600 g kjúklingabringur, lífrænar 1 msk. sjávarsalt 1 msk. paprikuduft 1 msk. laukduft 1 msk. kummin 1 msk. svartur pipar úr kvörn EPLASALAT 2 stk. græn epli, fínt skorin ½ haus hvítkál, fínt skorið 3 stk. vorlaukar, fínt skornir 1 dós 18% sýrður rjómi 2 msk. majónes ½ búnt kóríander, fínt skorið ½ stk. rauður chili, fínt skorinn 1 msk. límónubörkur, fínt rifinn 2 msk. kókospálmasykur eða önnur sæta eftir smekk SÆTUR RAUÐLAUKUR 1 stk. rauðlaukur 1 tsk. kókospálmasykur 1 msk. eplaedik Vorlauksdressing 1 dós sýrður rjómi 200 g majónes 1 hvítlauksgeiri, fínt rifinn 2 stk. vorlaukar, fínt skornir ½ poki steinselja, fínt skorin 1 tsk. Sambal oelek ½ sítróna (safinn) Sjávarsalt Svartur pipar úr kvörn
Aðferð
  1. Blandið öllu kryddinu saman.
  2. Setjið kjúklingabringurnar í eldfast mót, kryddið með kryddblöndunni og eldið í 180°C heitum ofni í 20-25 mín. eða þar til bringurnar hafa náð 73°C kjarnhita.

 

EPLASALAT

  1. Blandið majónesinu og sýrða rjómanum saman ásamt sykrinum og límónuberkinum.
  2. Blandið öllu hinu hráefninu saman við og smakkið til með salti og smá límónusafa.

 

SÆTUR RAUÐLAUKUR

  1. Blandið öllu hráefninu saman og smakkið til með saltinu.
  2. Grillið súrdeigsbrauðsneiðarnar á grillpönnu eða grilli, smyrjið með dressingunni og raðið öllu fallega á sneiðarnar. 

 

AVÓKADÓ FRANSKAR

  1. Skerið avókadó til helminga langsum, takið steininn úr því og skerið það í franskar.
  2. Veltið upp úr egginu og því næst parmesanostinum.
  3. Setjið á bökunarplötu og í 200°C ofn í 10-15 mín. eða þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn.
  4. Kryddið með salti og pipar og berið fram með brauðinu.

 

VÍNIN MEÐ
Lífræn hvítvín eða rauðvín eiga vel við hér.

Frá þemadögum - Lífrænir dagar - 2015 (PDF) Uppskrift fengin frá Eyþóri Rúnarssyni og Sólveigu Eiríksdóttur, Gló
Fleiri Kjúklingaréttir