- Romain salat... skornir eftir endilöngu í tvennt og ystu blöð hreinsuð
- Setjið döðlur, bláber, vatn og rósavín í pott.
- Sjóðið í 10 mín., blandið síðan vel í matvinnsluvél.
- Smakkið til með salti og sítrónusafa og geymið þar til sósan er stofuheit.
- Þá er kálið grillað í ca 3-4 mínútur á hvorri hlið og síðan kryddað með salti og pipar.
- Sósan er sett á diskana, grillað kálið þar ofan á, geitaosti og furuhnetum stráð yfir og ólífuolíu dreypt yfir í lokin.
VÍNIN MEÐ
Rétturinn hentar vel með ósætu eða millisætu rósavíni. Geitaostur og frönsk Sancerre hvítvín er einnig fræg pörun.