- Hitið ofninn í 200°C.
- Hrærið saman spelti, laukdufti, hvítlauksdufti, reyktri papriku, salti og möndlumjólk þar til þetta verður að þykkri sósu.
- Skerið blómkálið í hæfilega stór blóm og dýfið ofan í sósuna, setjið síðan á bökunarpappír í ofnskúffu og bakið í 15 mín.
- Takið út og dýfið blómkálinu í sterku chilisósuna, setjið aftur í ofninn og bakið áfram í 5-7 mín.
- Berið fram með kryddsósu. Það er líka gott að hafa aukaskammt af sterku chilisósunni í skál til að dýfa í.
KRYDDSÓSA
Hellið vatninu af kasjúhnetunum og setjið þær, ásamt öllu hráefninu, í blandara og blandið þar til sósan verður silkimjúk.
VÍNIN MEÐ
Lífræn léttvín, hvít eða rauð, eru upplögð með þessum rétti.