GRÆNMETISHLEIFUR
- Hitið ofninn í 180°C. Skerið kúrbítinn í teninga og setjið í matvinnsluvél ásamt spergilkáli, steinselju, sólþurrkuðum tómötum, basilíku, salti, pipar og næringargeri.
- Látið vélina ganga í stuttum lotum þar til allt er orðið smátt og vel blandað saman.
- Hrærið kínóa og blöndunni úr matvinnsluvélinni vel saman og bætið síðan chiafræjunum saman við.
- Búið til hleifa úr blöndunni með skeið, hjúpið þá næstum með sólblómafræjunum, setjið á ofnplötu og bakið í 35-45 mínútur.
- Færið á bökunargrind og bakið í 15 mínútur í viðbót.
APPELSÍNU-SPERGILKÁL með kardimommum
Spergilkálið skorið niður í hæfilega stærð, appelsínubörkurinn rifinn yfir og hvítlaukurinn maukaður. Öllu blandað saman í skál og steikt á pönnu við miðlungshita uns spergilkálið er orðið fallega grænt og örlítið mjúkt.
SVEPPASÓSA
Allt sett í blandara. Sósan er mjög góð við stofuhita en hitnar örlítið ef hún fær að blandast í 3-4 mínútur í blandaranum.
VÍNIN MEÐ
Hvítvín sem í vöruleitinni er hakað við að séu góð með grænmetisréttum ættu að henta vel með þessum rétti.