- Skerið laukinn miðlungsfínt og hvítlaukinn fínt, brúnið í potti í dálítilli olíu uns gullinbrúnn.
- Saxið chili og bætið saman við ásamt öðru kryddi og steikið í 2-3 mínútur.
- Hreinsið grænmetið og skerið í bita. Því er svo bætt út í ásamt 2,5 l af vatni, tómatmauki og grænmetiskrafti.
- Sjóðið við miðlungshita í um 50-60 mínútur. Smakkið til með sjávarsalti og eplaediki.
VÍNIN MEÐ
Hvítvín eru almennt upplögð með grænmetisréttum. Í vöruleitinni er að finna ýmsar hugmyndir, en hægt er að sía leitina eftir þínum þörfum.