Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Grilluð polenta

með grískri jógurt

Fjöldi
4
Innihaldsefni POLENTA 100 g polenta (mjöl) 100 g mjólk 200 g vatn 30 g smjör 30 g parmesan Salt GRÍSK JÓGÚRTSÓSA 350 g grískt jógurt 1-2 hvítlauksgeirar ½ búnt basil 1 sítróna, safi 2 msk. ólífuolía
Aðferð

POLENTA

  1. Polenta, vatn og mjólk er soðið saman í ca 10 mín. og hrært í blöndunni allan tímann.
  2. Þá er smjöri, salti og parmesan bætt í, sett í form og látið kólna.
  3. Að lokum er polentan skorin í strimla og grilluð.

 

GRÍSK JÓGÚRTSÓSA MEÐ BASIL

  1. Hvítlaukur og basil er skorið smátt eða sett í matvinnsluvél.
  2. Jógúrtið er sett í skál og hvítlauki og basil bætt út í.
  3. Safa úr einni sítrónu er kreist út í blönduna og gott er að bæta við smá salti eftir smekk.

 

VÍNIN MEÐ
Rétturinn hentar vel með hvort heldur sem er lífrænt rauðvín eða hvítvín.  Rétt er að hafa það í léttari kantinum. 

Frá þemadögum ´Lífrænir dagar´- 2016 (PDF) Uppskrift fengin frá Steinari Þór Þorfinnssyni, Krúska
Fleiri Grænmetisréttir