Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Mjólkursúkkulaði mús

með hvítsúkkulaði mulningi

Innihaldsefni SÚKKULAÐIMÚS 250 ml nýmjólk 100 g sykur 1 stk. anís stjarna 5 stk. matarlímsblöð 525 g mjólkursúkkulaði 600 g rjómi HVÍTSÚKKULAÐI MULNINGUR 100 g möndluhveiti 100 g púðursykur 100 g hveiti 100 g smjör, mjúkt 100 g hvítt súkkulaði
Aðferð

SÚKKULAÐIMÚS

  1. Sjóðið mjólk, sykur og anís saman í potti þar til suðan kemur upp.
  2. Leggið matarlím í bleyti og bræðið mjólkursúkkulaði yfir vatnsbaði. 
  3. Þegar suða kemur upp á mjólkurblöndunni eru anisstjörnur veiddar uppúr og matarlími bætt úti þar til það hefur leyst upp.
  4. Hellið mjólkursúkkulaðinu út í mjólkurblönduna og vinnið saman með töfrasprota þar til glansandi áferð næst. Látið blönduna bíða þar til hitastig fer niður í 32-35°c (mjög mikilvægt).
  5. Léttþeytið rjómann. Hellið ¼ af þeytta rjómanum út á súkkulaðiblönduna og blandið varlega saman. Hellið þessari blöndu í litlum skömmtum saman við afgangsrjómann og blandið varlega með sleikju í hvert sinn.
  6. Hellið að lokum í litlar skálar og látið stífna í kæli í þrjá klukkutíma. 

 

HVÍTSÚKKULAÐI MULNINGUR

  1. Blandið þurrefnum saman. Blandið mjúku smjörinu vel saman við með höndum.
  2. Dreifið blöndunni á bakka með smjörpappír og bakið á 165°C í 20 mínútur.
  3. Setjið hvíta súkkulaðið á bakka með silikon mottu eða smjörpappír og bakið á 130°C í 25 mínútur.
  4. Þegar báðar blöndur eru orðnar kaldar er þeim hrært saman.

 

SAMSETNING
Takið súkkulaðimúsina úr kæli og dreifið hvítsúkkulaði mulningnum yfir. Skreytið með ykkar uppáhalds berjum eða ávöxtum.

 

VÍNIN MEÐ
Rétturinn hentar vel með sætu rósavíni eða sætu freyðivíni

 

Uppskriftin er frá Sushi samba

Sett inn af tilefni rósavíns-þema í Vínbúðunum Uppskrift fengin frá Aroni Má Jóhanssyni, Sushi samba
Fleiri Skyldir Réttir