- Hreinsið nálarnar af rósmarínkvistunum og saxið smátt með beittum hníf.
- Rífið börkinn af annarri sítrónunni og kreistið safann úr báðum sítrónunum í skál.
- Setjið plastfilmu yfir og setjið í örbylgjuofn uns vökvinn sýður.
- Takið út og setjið hunang, rósmarín, hvítlauk, salt og pipar saman við.
- Hellið á fat og veltið kjötinu upp úr vökvanum.
- Setjið í kæli og látið standa í 1-2 tíma.
- Veltið kjötinu öðru hverju.
- Takið kjötið úr kryddleginum og grillið við meðalhita í 12-14 mínútur.
- Berið fram með litríku salati, bakaðri kartöflu og kaldri sósu.
VÍNIN MEÐ
Í vöruleitinni er að finna ýmsar hugmyndir en hægt er að sía leitina eftir þínum þörfum. Hér er upplagt að byrja á því að haka við lambakjöt.