Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Lamba Prime Ribs

með sítrónu, hvítlauk og fersku rósmaríni

Innihaldsefni Lamba Prime ribs er fremsti hlutinn á hryggnum, afar meyr og bragðgóð steik sem hentar vel á grillið. 1 kg framhryggur af lambi (Prime ribs) 2 stk. sítróna (rifinn börkur af einni, en safinn úr tveimur) 1,5 dl ólífuolía 1 tsk. hunang 1-2 kvistir ferskt rósmarín 2 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir Sjávarsalt og svartur pipar úr kvörn
Aðferð
  1. Hreinsið nálarnar af rósmarínkvistunum og saxið smátt með beittum hníf.
  2. Rífið börkinn af annarri sítrónunni og kreistið safann úr báðum sítrónunum í skál.
  3. Setjið plastfilmu yfir og setjið í örbylgjuofn uns vökvinn sýður.
  4. Takið út og setjið hunang, rósmarín, hvítlauk, salt og pipar saman við.
  5. Hellið á fat og veltið kjötinu upp úr vökvanum.
  6. Setjið í kæli og látið standa í 1-2 tíma.
  7. Veltið kjötinu öðru hverju.
  8. Takið kjötið úr kryddleginum og grillið við meðalhita í 12-14 mínútur.
  9. Berið fram með litríku salati, bakaðri kartöflu og kaldri sósu.

 

VÍNIN MEР
Í vöruleitinni er að finna ýmsar hugmyndir en hægt er að sía leitina eftir þínum þörfum. Hér er upplagt að byrja á því að haka við lambakjöt.

Frá þemadögunum 'Sum vín eru sumarvín' - júní 2009 (PDF) Uppskrift fengin frá Ingvari Sigurðssyni
Fleiri Lambakjötsréttir