- Blandið öllu saman og penslið á kjötsneiðarnar.
- Látið standa í kæli í 2-3 tíma.
- Þerrið megnið af kryddleginum af kjötinu og grillið við meðalhita í u.þ.b. 4 mínútur á hvorri hlið, kryddið með salti og pipar.
GRÆNMETISSPJÓT
- Skerið grænmetið gróft og þræðið upp á trépinna sem hefur verið látinn liggja í bleyti í volgu vatni í hálftíma. Það er gert til að ekki kvikni í pinnanum á grillinu.
- Penslið grænmetið með góðri olíu og grillið með kjötinu.
- Kryddið með salti og pipar.
- Gott er að kreista sítrónu yfir grænmetið þegar það er alveg að verða tilbúið.
Annað meðlæti:
Ferskt salat og köld sósa að eigin vali.
VÍNIN MEÐ
Vín með sætuvotti hjálpar til við að para við sætuna og kryddin í réttinum.