Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Grillaður svínahnakki

með Teryaki, engifer og BBQ ásamt grilluðu grænmetispjóti

Innihaldsefni 1 kg beinlaus svínahnakki í sneiðum 1 dl Teryaki-sósa 1 dl BBQ-sósa 1 msk. fínt saxaður engifer 1 msk. sesamolía GRÆNMETISSPJÓT 1 stk. paprika 4 stk. tómatar 1 stk. rauðlaukur ½ gulur kúrbítur 8 stk. sveppir
Aðferð
  1. Blandið öllu saman og penslið á kjötsneiðarnar.
  2. Látið standa í kæli í 2-3 tíma.
  3. Þerrið megnið af kryddleginum af kjötinu og grillið við meðalhita í u.þ.b. 4 mínútur á hvorri hlið, kryddið með salti og pipar.

 

GRÆNMETISSPJÓT

  1. Skerið grænmetið gróft og þræðið upp á trépinna sem hefur verið látinn liggja í bleyti í volgu vatni í hálftíma. Það er gert til að ekki kvikni í pinnanum á grillinu.
  2. Penslið grænmetið með góðri olíu og grillið með kjötinu.
  3. Kryddið með salti og pipar.
  4. Gott er að kreista sítrónu yfir grænmetið þegar það er alveg að verða tilbúið.

Annað meðlæti:
Ferskt salat og köld sósa að eigin vali.

 

VÍNIN MEÐ
Vín með sætuvotti
 hjálpar til við að para við sætuna og kryddin í réttinum.

 

Frá þemadögunum 'Sum vín eru sumarvín' - júní 2009 (PDF) Uppskrift fengin frá Ingvari Sigurðssyni
Fleiri Svínakjötsréttir