Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Krydduð svínalund

með stöppuðum kartöflum

Fjöldi
4-6
Innihaldsefni 900 g svínalund, hreinsuð og skorin í 225 g steikur 4 stk. stórir portobellosveppir 3 dl balsamedik 1 stk. sítróna 1 stk. púðursykur 1 dl ólífuolía 2 stk. hvítlauksrif, marin STAPPAÐAR KARTÖFLUR 300 g rauðar kartöflur 120 g smjör Salt og pipar 1 dós sýrður rjómi
Aðferð
  1. Leggið steikurnar í eldfast mót og hellið olíu yfir.
  2. Kryddið með hvítlauk, salti og pipar og látið standa í 30 mínútur við stofuhita.
  3. Setjið balsamedik, sítrónu og púðursykur í pott og sjóðið í 5 mín. Grillið steikurnar og portobellosveppina í 4 mínútur á hvorri hlið.
  4. Lækkið hitann á grillinu og látið standa í 5 mínútur.
  5. Balsamleginum er hellt yfir steikurnar og sveppina áður en rétturinn er borinn fram.

 

STAPPAÐAR KARTÖFLUR
Hitið ofninn í 180°C og bakið kartöflurnar í 55 mínútur. Setjið kartöflurnar í skál með hýðinu, bætið við smjöri, salti, pipar og sýrðum rjóma og búið til grófa stöppu.

 

VÍNIN MEÐ
Ef hakað er við "svínakjöt" eða "grillmat" í vöruleitinni koma upp góðar hugmyndir að pörun með þessum rétti.

 

 

Úr þemabæklingnum "Sumarvín 2010" (PDF) Uppskrift fengin frá Gunnari Páli Rúnarssyni
Fleiri Svínakjötsréttir