HÆGELDAÐUR GRÍS
- Öllu blandað saman og kjötið látið liggja í pæklinum í 2 sólarhringa.
- Elda þarf bóginn að því loknu í hægsuðupotti í 12 klst. á lægstu stillingu.
- Heitur grísinn rifinn niður og BBQ sósu hrært saman við.
Einnig má kaupa hægeldað svínakjöt (e. pulled pork) í flestum matvörubúðum.
SOÐBRAUÐ
- Öllu blandað saman í hrærivél.
- Deigið látið hefast í um 2 klst.
- Um 25 litlar bollur mótaðar, látnar hefast í um 1 klst. og gerðir úr þeim hálfmánar.
- Látið hefast aftur í um 1-2 klst.
- Þá er deigið gufusoðið í 6-8 mín.
SÚRSAÐAR GULRÆTUR
- Hvítvínsedik, vatn og sykur sett í pott, náð upp suðu.
- Gulrætur afhýddar og skornar í þunnar sneiðar og settar í löginn.
CHILIMAJÓ
Chilimajó, súrsaðar gulrætur og kjöt sett í soðbrauð og að lokum er smáræði af söxuðum vorlauk dreift yfir.
VÍNIN MEÐ
Í þessum rétti ræður sætan og kryddið í svínakjötinu öllu. Kraftmikið öl er það sem gildir. Belgar, Danir, Bretar og Bandaríkjamenn eiga fína fulltrúa sem eiga vel við. Fínleg og létt vín í rauðu og hvítu passa einnig vel.