- Blandið saman heilhveiti og haframjöli í matvinnsluvél.
- Veltið laxastykkjunum upp úr blöndunni og steikið í smjöri á báðum hliðum.
- Færið á eldfast fat og bakið við 180°C í u.þ.b. 10 mínútur.
RJÓMABAKAÐAR EPLAKARTÖFLUR
- Skerið kartöflur í þunnar sneiðar og saxið eplin.
- Setjið í eldfast mót ásamt graslauknum.
- Kryddið með salti og pipar.
- Bræðið saman rjóma og rjómaost með kryddblöndu og hellið yfir kartöflurnar og eplin.
- Bakið við 160°C í 40 mínútur
OSTAVÍNBERJASALAT
- Skerið vínberin í tvennt og hreinsið steinana úr.
- Bætið blaðlauk og papriku saman við.
- Skerið Maribo kúmenostinn í bita og blandið öllu saman ásamt kotasælu.
VÍNIN MEÐ
Upplagt er hér að að velja vín með ferska sýru, en hér koma rauðvín og hvítvín bæði til greina. Í vöruleitinni er að finna ýmsar hugmyndir en hægt er að sía leitina eftir þínum þörfum.