Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Svínakjöt á teini

með avocado salati og hnetusósu

Innihaldsefni MARINERING 600 til 800 g gott svínakjöt, marinerað. 2 msk. soyasósa 1 msk. olía 1 tsk. cummin 1 tsk. koríander HNETUSÓSA 2 dl salthnetur fín saxaðar (matvinnsluvél) 1 stk. saxaður laukur 1 msk. olía 2 tsk. karrý 2 marin hvítlauksrif 1 dós kókosmjólk 1/2 tsk. chileduft 1 tsk. engiferduft. 2 msk. soyasósa 1 msk. hlynsíróp (sykur) AVOCADOSALAT 2 stk. avocado 1 stk. mango (þroskað) 1/2 stk. sítróna (safinn) Ferskt koríander (eða steinselja), tæp hnefafylli 1 tsk. rifinn ferskur engifer (má líka vera sultaður). 2 msk. olía 1 stk. rautt chili, smátt saxað 34 stk. aprikósur, ferskar eða úr dós 12 stk. hvítlauksgeirar, marðir eða saxaðir
Aðferð

Kjötið er skorið i frekar litla teninga, látið liggja í 34 tíma og þrætt á tein ásamt sveppum og kúrbít eða því grænmeti sem þið helst kjósið.

Meðan grillað er þá er gott að pensla með:

  • 3 msk sítrónusafi
  • 2 msk soya
  • 1/4 tsk cummin
  • 1/4 tsk koríander

 

Borið fram með hnetusósu og hrísgrjónum, Naanbrauði og avocado salati.


HNETUSÓSA

Laukurinn mýktur í olíunni á pönnu ásamt hvítlauknum. Restinni bætt útí og soðið vel saman. Hnetusósan fer vel
með flestum grillmat og er einnig góð með fiski.

 

AVOCADOSALAT

Öllu blandað saman í skál.

 

VÍNIN MEÐ
Með þessu passar hvítvín vel og þá helst Riesling eða góður Gewurztraminer frá Alsace í Frakklandi. Ef menn vilja rauðvín þá má fara í Nero d’avola frá Sikiley eða góðan Zinfandel frá Bandaríkjunum.

Fleiri Svínakjötsréttir