Uppskriftin gefur ca 20–30 stk.
- Hitið ofninn í 200 gráður
- Skerið brauðið í u.þ.b. 1½ sm þykkar sneiðar
- Flysjið hvítlauksrifið og skerið í tvennt.
- Nuddið brauðsneiðarnar með hvítlaukshelmingunum.
- Hitið olíuna á pönnu og steikið brauðsneiðarnar í henni þar til þær eru léttbrúnaðar.
- Saxið tómatana og rauðlaukinn, setjið í skál.
- Saxið basillaufin og setjið saman við tómatana
- Bætið 2 msk. af olíu út í tómatblönduna og hrærið varlega.
- Setjið u.þ.b. eina matskeið af tómatmauki á hverja brauðsneið, ½ mozzarellakúlu og basillauf.
- Kryddið með salti og pipar og berið fram.
VÍNIN MEÐ
Upplagt að nota vöruleitina, en ef hakað er við "smárétti" hafa vínráðgjafar valið vín sem henta vel með slíkum réttum.