Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Andabringur

með appelsínusósu

Fjöldi
4
Innihaldsefni 4 stk. andabringur Salt Nýmalaður pipar APPELSÍNUSÓSA 4 msk. sykur 1 dl vatn 3 msk. hvítvínsedik 100 ml hvítvín 200 ml nýkreistur appelsínusafi 2 msk. appelsínuþykkni 1 msk. ysta lagið af appelsínu-berki í strimlum 400 ml vatn, blandað andakrafti frá Oscar Sósujafnari 50 g kalt smjör
Aðferð
  1. Hitið ofninn í 190°C.
  2. Skerið tígulmynstur í haminn á andabringunum og kryddið þær með pipar og salti.
  3. Hitið þurra pönnu vel.
  4. Setjið bringurnar á pönnuna og brúnið þær vel á báðum hliðum, hamhliðina fyrst.
  5. Takið bringurnar af pönnunni þegar þær eru orðnar fallega brúnar og setjið í ofnskúffu.

 

Búið til sósuna á sömu pönnu. Takið bringurnar, u.þ.b. 25 mínútum áður en bera á þær fram, og setjið þær í ofninn í 5 mínútur. Takið þær svo úr ofninum í 5 mínútur og endurtakið þetta tvisvar þannig að bringurnar verði samtals 15 mínútur í ofninum. Berið þær svo fram með sósunni, appelsínubátum og t.d. steiktum kartöflum.

 

APPELSÍNUSÓSA

Hellið fitunni sem bráðnað hefur af bringunum af pönnunni og geymið hana. Bætið sykri og vatni á pönnuna og látið sjóða þangað til myndast hefur fremur dökk karamella. Bætið þá hvítvínsediki og hvítvíni út í og sjóðið niður í síróp. Setjið þá appelsínusafa, appelsínuþykkni og appelsínubörk á pönnuna og sjóðið niður um helming. Þá er vatni og andakrafti bætt út í og soðið þykkt með sósujafnara. Takið pönnuna af hellunni og hrærið smjörinu vel saman við. Látið sósuna ekki sjóða eftir það. Kryddið með salti og pipar.

 

 

VÍNIN MEÐ
Upplagt að haka við léttari villibráð í vöruleitinni til að fá góðar hugmyndir að víni með andabringunum.

 

Frá þemadögunum "Franskir dagar", 2004 (PDF) Uppskrift fengin frá Gestgjafanum
Fleiri Villibráðaréttir