BLÁBERJASÓSA
- Látið laukinn krauma í olíu í potti í 1 mínútu.
- Bætið púrtvíni og timjani í pottinn og sjóðið niður þangað til það verður sírópskennt.
- Setjið bláber, bláberjasultu og villibráðarsoð út í og þykkið með sósujafnara.
- Bætið smjöri í sósuna og setjið hana í blandara eða matvinnsluvél og maukið.
- Sigtið sósuna í pott og hitið að suðumarki en ekki láta hana sjóða.
- Smakkið til með salti og pipar.
BRINGURNAR
- Kryddið bringurnar með salti og pipar og brúnið í olíu á pönnu.
- Setjið kjötið í ofnskúffu og inn í 120°C heitan ofn í 10-12 mínútur.
- Skerið kjötið í fallegar sneiðar og berið fram með sósunni og t.d. sætum kartöflum og steiktu spínati.
- Skreytið með bláberjum.
VÍNIN MEÐ
Rauðvín sem merkt er með léttari villibráð parast vel með öndinni.