- Grillið brauðið
- Penslið með ólífuolíu og nuddið því næst hvítlauksgeiranum við brauðið
- Setjið „tómataklassík“ ofan á brauðið
- Skerið mozzarella í fallega bita og raðið ofan á
- Skreytið með steinseljunni
CIABATTA-BRAUÐ
- Hveitinu, þurrgerinu og saltinu er hrært saman
- Því næst er vatninu og olíunni hellt í mjórri bunu saman við blönduna og hnoðað þar til deigið hefur fengið slétta áferð.
- Þá er það látið hefa sig í 30 mínútur.
- Síðan er deigið mótað í lengjur og látið hefa sig aftur í um 30 mínútur.
- Loks er brauðið bakað á 220 °C í um 13 mínútur eða þar til það er orðið gullinbrúnt.
TÓMATAKLASSÍK
- Skerið tómatana í tvennt, saxið hvítlaukinn og bakið í um 10 mínútur á 180°C.
- Takið hýðið af tómötunum.
- Saxið basilið og blandið öllu saman.
- Skerið tómatana í grófa teninga. Kryddið með salti og pipar.
- Munið eftir að sigta vökvann frá.
- Hægt er að nota vökvann í tómatsúpu.
VÍNIN MEÐ
Smáréttavín henta vel með þessum klassíska rétti.