Skerið laxinn í 200 g steikur
KREMUÐ STEINSELJURÓT
Skrælið steinseljurótina og skerið í bita, setjið í pott ásamt rjómanum og fyllið upp með vatni þannig að það fljóti yfir rótina. Sjóðið þar til mjúkt. Steinseljurótin er sigtuð frá, sett í matvinnsluvél ásamt smjörinu og maukuð í fínt mauk. Smakkið til með salti.
JÓGÚRTSÓSA
Setjið allt saman í matvinnsluvél og maukið þar til mjúkt.
KRYDDJURTASALAT
Blandið saman og bætið við því sem kemur upp í hugann og þykir fallegt og bragðgott.
VÍNIN MEÐ
Laxinn, smjörið og rjóminn kalla á hvítvín með ferska sýru eins og Riesling frá Alsace eða nýsjálenskan Sauvignon Blanc.