Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Austurlenskur steinbítur

með grilluðu grænmeti

Fjöldi
4-6
Innihaldsefni 900 g steinbítur, hreinsaður 1 dl sojasósa 1 msk . chilli í krukku 20 g engifer, rifið 1 msk. hunang Börkur af 1 límónu 1 msk . sítrónugras, rifið 1 dl sesamolía GRILLAÐ GRÆNMETI 2 stk. kúrbítar (zucchini) 1 stk. rauðlaukur 1 stk. sæt kartafla 2 stk. rauðar paprikur 1 búnt basil, saxað 2 hvítlauksrif, marin 1 dós tómatar
Aðferð
  1. Setjið steinbítinn í eldfast mót.
  2. Blandið saman sojasósu, chilli, engifer, límónuberki, sítrónugrasi og sesamolíu og hellið yfir fiskinn.
  3. Látið standa í 20 mínútur.
  4. Setjið fiskinn á heitt grill og eldið í 3 mínútur á hvorri hlið.

 

GRILLAÐ GRÆNMETI
Skerið grænmetið í grófa bita og hellið olíu yfir. Grillið grænmetið í 5 mínútur. Setjið í pott og hellið niðursoðnum tómötum yfir ásamt basil og hvítlauk og látið malla í 5 mínútur.

 

VÍNIN MEÐ
Hvítvín hentar vel með þessum rétti. Gott er að haka við "austurlenskt" í vöruleitinni til að finna góða pörun. 

Úr þemabæklingnum "Sumarvín 2010" (PDF) Uppskrift fengin frá Gunnari Páli Rúnarssyni
Fleiri Fiskréttir