Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Lambakóróna í kryddjurtahjúpi

með fylltri kartöflu

Fjöldi
4
Innihaldsefni KARTÖFLUR 4 stórar bökunarkartöflur 100 g gróft salt 4 msk. söxuð skinka 2 msk. saxaðar ferskar kryddjurtir (rósmarin, blóðberg, steinselja) 4-6 msk. rifinn ostur LAMBAKÓRÓNA 4 x180 g lambakórónur (fituröndin hreinsuð af) 50 g sætt danskt sinnep 70 g Dijon sinnep 2-3 dl ferskar kryddjurtir (basilika, steinselja, bergmynta, rósmarin, timian) 2 dl gott brauðrasp eða 6 tvíbökur
Aðferð

KARTÖFLUR

  1. Bakið kartöflurnar á grófa saltinu í klukkustund í 200°c heitum ofni.
  2. Skerið í tvennt og skafið kartöfluna úr hýðinu án þess að skemma það.
  3. Hrærið saman kartöflunum, ostinum, skinkunni og kryddjurtunum. Smakkið til með salti og pipar.
  4. Fyllið hýðið aftur með kartöflublöndunni, setjið á smurðan bakka og inn í 200°c heitan ofn í 12-15 mínútur, gott er að setja í ofninn um leið og kjötið. 

 

LAMBAKÓRÓNA

  1. Maukið saman kryddjurtirnar og brauðraspið í góðum mixara þannig að úr verði fagur grænt rasp. 
  2. Brúnið lambið á pönnu og kryddið með salti og pipar.
  3. Blandið sinnepinu saman og smyrjið á kjötið þannig að það sé allt þakið, hjúpið síðan með brauðraspinu.
  4. Setjið á smurðan bakka og bakið í ofni í 12 – 15 mínútur, þar til kjarnahitinn er u.þ.b. 58°c.
  5. Hvílið kjötið í 5-10 mínútur áður en það er skorið. 

Borið fram með soðsósu og steiktu grænmeti t.d. gulrótum.

Uppskrift fengin frá Friðriki V
Fleiri Lambakjötsréttir