KARTÖFLUR
- Bakið kartöflurnar á grófa saltinu í klukkustund í 200°c heitum ofni.
- Skerið í tvennt og skafið kartöfluna úr hýðinu án þess að skemma það.
- Hrærið saman kartöflunum, ostinum, skinkunni og kryddjurtunum. Smakkið til með salti og pipar.
- Fyllið hýðið aftur með kartöflublöndunni, setjið á smurðan bakka og inn í 200°c heitan ofn í 12-15 mínútur, gott er að setja í ofninn um leið og kjötið.
LAMBAKÓRÓNA
- Maukið saman kryddjurtirnar og brauðraspið í góðum mixara þannig að úr verði fagur grænt rasp.
- Brúnið lambið á pönnu og kryddið með salti og pipar.
- Blandið sinnepinu saman og smyrjið á kjötið þannig að það sé allt þakið, hjúpið síðan með brauðraspinu.
- Setjið á smurðan bakka og bakið í ofni í 12 – 15 mínútur, þar til kjarnahitinn er u.þ.b. 58°c.
- Hvílið kjötið í 5-10 mínútur áður en það er skorið.
Borið fram með soðsósu og steiktu grænmeti t.d. gulrótum.