- Notið ferskar kryddjurtir, þær bragðast langbest.
- Saxið kryddjurtirnar niður og blandið þeim saman við olíuna.
- Fitusnyrtið lambafilletið og saltið örlítið. Setjið í skál, hellið marineringunni yfir og setjið í kæli.
- Þarf að marinerast að minnsta kosti yfir nótt og best er að láta kjötið liggja í 1-2 daga.
- Takið kjötið úr marineringunni og látið olíuna renna af.
- Hitið grillið vel og grillið filletið við mikinn hita fyrst og svo á efri grindinni við vægan hita.
- Kryddið með salti og pipar úr kvörn.
- Búið til gott salat með fetaosti, svörtum ólífum og kirsuberjatómötum.
- Lagið góða ediksósu úr ólífuolíu, smá dijonsinnepi, hvítvínsediki og dálitlu af söxuðum, ferskum kryddjurtum.
- Hellið yfir salatið og berið fram strax með grilluðu kjötinu.
VÍNIN MEÐ
Í vöruleitinni er að finna vín sem henta vel með þessum rétti.