Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Grillaðar lambalundir

með rauðlauk

Fjöldi
4
Innihaldsefni 800 g lambalundir 200 ml BBQ sósa 100 ml sojasósa 50 ml ólífuolía 2 hvítlauksrif Sesamfræ 2 stk. rauðlaukur
Aðferð
  1. Blandið saman BBQ-sósu, sojasósu, ólífuolíu, fínt skornum hvítlauk og sesamfræjum í skál.
  2. Skerið lambalundirnar í bita og hellið marineringunni yfir kjötið.
  3. Marinerið kjötið í 1 klst. Þræðið kjötið á grillspjót.
  4. Grillið á rjúkandi heitu grilli í 2 mínútur á hvorri hlið.
  5. Skerið rauðlaukinn í tvennt og grillið hann líka í 2-3 mínútur á hvorri hlið.

 

VÍNIN MEÐ

Þessi réttur kallar á rauðvín í sætari kantinum gjarnan með sætuvotti í lýsingu. Einnig mætti vera með rósavín sem hafa einnig sætuvott.

Uppskrift fengin frá Grillmarkaðnum
Fleiri Lambakjötsréttir