Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Byggottó

með heimalöguðu pestó og kirsuberjatómötum

Fjöldi
4
Innihaldsefni BYGGOTTÓ 1 bolli íslenskt bankabygg Parmesanbörkur (stökki endinn á parmesanostinum, má sleppa) 2 stk. sellerístönglar 1 stk. gulrót 1 stk. laukur Lárviðarlauf 3 bollar vatn PESTÓ 125 g basil 2 msk. sítrónusafi 2 msk. graskersfræ, ristuð 2 msk. sólblómafræ 50 g parmesanostur, rifinn 200 ml ólífuolía Salt og pipar
Aðferð

BYGGOTTÓ

  1. Risotto-leiðin felst í að búa til soð úr vatni, parmesanberki, selleríi, gulrót og lárviðarlaufi.
  2. Sjóðið allt saman og látið krauma nokkra stund á lágum hita.
  3. Þegar soðið er tilbúið eru hráefnin sigtuð úr. Setjið allt byggið í pott með smá olíu.
  4. Byrjið að hita og bætið einni ausu af soðinu út í og látið vökvann sjóða niður.
  5. Hrærið oft og fylgist vel með. Endurtakið þetta þar til grjónin eru orðin mátulega elduð eftir u.þ.b. 20-30 mín.

Auðveldari leið er að sjóða 2 bolla af byggi á móti 3 bollum af vatni eins og hrísgrjón. Gott er að setja parmesanbörk með í pottinn en veiða hann upp úr í lokin.  

 

PESTÓ

  1. Setjið allt í blandara ásamt helmingnum af ólífuolíunni.
  2. Afganginum af olíunni er síðan bætt við hægt og rólega eftir þörfum.
  3. Hrærið pestóið saman við byggið. Smakkið til með ólífuolíu, sítrónusafa, salti og pipar eftir smekk.
  4. Berið fram með söxuðum, íslenskum kirsuberjatómötum og rifnum parmesanosti. 

 

VÍNIN MEÐ
Risotto er að uppruna ítalskur réttur en byggotto er íslenskuð útgáfa. Frískt ítalskt hvítvín hentar því vel. Með þessum rétti passa einnig léttir ferskir IPA bjórar eða aðrir bjórar með afgerandi sítrustóna.

 

Uppskrift fengin frá The Coocoo´s Nest
Fleiri Grænmetisréttir