BRÓMBERJASÓSA
- Látið laukinn krauma í olíu í potti í 40 sekúndur. Bætið þá víni og ediki í pottinn og sjóðið niður þangað til það verður sírópskennt.
- Bætið soði, brómberjamauki og sultu í pottinn og þykkið með sósujafnara.
- Takið pottinn af hellunni og bætið smjöri út í.
- Hrærið í með písk þar til smjörið hefur bráðnað.
GÆSABRINGUR
- Kryddið gæsabringurnar með salti og pipar og brúnið í olíu á pönnu þar til kjötið verður fallega brúnt.
- Setjið bringurnar í 180°C heitan ofn í 4 mínútur.
- Takið bringurnar úr ofninum og látið bíða í 4 mínútur.
- Endurtakið tvisvar sinnum (samtals í ofninum í 12 mínútur).
Berið kjötið fram með sósunni og t.d. blómkáli, rósakáli og steiktum kartöflum.
VÍNIN MEÐ
Gæsabringa er bragðmikið kjöt og parast því vel með vínum sem henta vel með villibráð.