Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Rjúpnabringur

með vínberjum og valhnetum í gráðaostasósu

Fjöldi
4
Innihaldsefni 2 msk. olía 12 stk. skoskar eða íslenskar rjúpnabringur Salt og nýmalaður pipar 3 dl sterkt villibráðarsoð 1 dl rjómi 1 msk. gráðaostur 1 tsk. rifsberjahlaup Sósujafnari 20 stk. steinlaus vínber, skorin til helminga 12 stk. valhnetur, bakaðar í 180°C heitum ofni í 5 mínútur
Aðferð
  1. Kryddið bringurnar með salti og pipar og steikið í olíu á vel heitri pönnu í 1 mínútu á hvorri hlið.
  2. Takið þá bringurnar af pönnunni og haldið heitum.
  3. Hellið  soðinu á sömu pönnu ásamt rjóma, gráðaosti og rifsberjahlaupi og þykkið sósuna með sósujafnara.
  4. Þá er bringunum bætt út í sósuna ásamt vínberjum og valhnetum.
  5. Látið malla við vægan hita í 1-3 mínútur. Smakkið til með salti og pipar.
  6. Berið  bringurnar fram með sósunni og t.d. berjasoðnum perum, blönduðu grænmeti og kartöflum.

 

VÍNIN MEÐ
Það er alltaf töluverð vinna að finna rétta vínið með rjúpunni. Þá hjálpar að byrja á að skoða villibráðarvínin í vöruleitinni og leita þar eftir bragðmeiri vínum með dökkum berjum, þéttri fyllingu og gjarnan lyngtónum. 

 

Frá þemadögunum 'Villibráð og hátíðarmatur'- desember 2008 (PDF) Uppskrift fengin frá Úlfari Finnbjörnssyni
Fleiri Villibráðaréttir