Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Rósmarín lambalundir

með rósapipardressingu

Fjöldi
4
Innihaldsefni 800 g Lambalundir, fitu-og sinahreinsaðar (um það bil 200 g á mann) hvítlauksolía salt og svartur pipar úr kvörn rósmarín RÓSAPIPARDRESSING 200 g majones 200 g sýrður rjómi 2 msk. rósapipar 1 tsk. græn piparkorn svartur pipar úr kvörn jurtasalt
Aðferð

LAMBALUNDIRNAR

  1. Nálarnar hreinsaðar af rósmaríngreinunum með því að strjúka þær öfugt en skilinn eftir brúskur á endanum.
  2. Greininni stungið í gegnum lundina.
  3. Gott að gera þetta 1 klst. fyrir matreiðslu.
  4. Lundin pensluð með olíunni og krydduð með salti og pipar.
  5. Grillað við háan hita í eina til tvær mínútur á hvorri hlið og lundirnar síðan látnar hvíla í smástund.

 

RÓSAPIPARDRESSING
Sýrður rjómi og majones hrært saman, rósapipar og grænn pipar maukaður í morteli og bætt saman við. Smakkað til með salti og svörtum pipar. Borið fram með salati og bökuðum kartöflum.

 

VÍNIN MEÐ
Í vöruleitinni er að finna hugmyndir að víni sem hentar vel með þessum rétti.

 

Frá þemadögunum Sumarvín - júlí 2007 (PDF) Uppskrift fengin frá Borgþóri E, Matur englanna
Fleiri Lambakjötsréttir