Stóri Dímon er í tréöskju og tilvalið er að baka hann einmitt í öskjunni. Það eina sem þú þarft að gera er að taka ostinn úr álpappírnum, setja lokið undir dósina og baka ostinn á 160°c hita í 8-10 mínútur.
Gott er að pensla ostinn með smá olíu áður en hann er settur í ofninn, eftirá er gott að gljá ostinn með hunangi, chili eða svörtum pipar. Fljótlegt og gott sérstaklega ef borið fram með litlum timian bökuðum kartöflum, gufusoðnum aspas eða rósmarinbrauðstöngum.
RÓSMARÍNBRAUÐSTANGIR
Hægt er að kaupa tilbúið ferskt pizza deig sem er skorið í þunna strimla, burstað með ólifuolíu og bragðbætt með fersk söxuðu rósmarin og sjávarsalti. Bakið í 8 – 10 mínútur við 160°c hita.
VÍNIN MEÐ
Ýmis vín henta vel með ostinum, en best er að haka við "ostar" og "eftirréttir" í vöruleitinni til að fá hugmyndir hér.