- Léttsteikið lauk og hvítlauk, takið af pönnunni og hrærið saman við krydd og þurrefni.
- Blandið síðan saman hakkinu og kryddinu og mótið 16- 20 bollur og léttsteikið.
SÓSAN
Hitið olíuna í wokpönnu, bætið við söxuðu tómötunum og öllu kryddi nema salti. Steikið á meðalhita í 3-4 mínútur. Setjið smá vatn á pönnuna ásamt saltinu og sjóðið bollurnar varlega í 10 mínútur. Bætið við rjómanum og sjóðið gætilega í nokkrar mínútur. Veiðið kanelstangirnar upp úr ásamt lárviðarlaufunum. Berið fram með hrísgrjónum.
VÍNIN MEÐ
Með því að merkja við austurlenskan mat í vöruleitinni koma margar góðar tillögur að víni með þessum rétti.