Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Rækjur

með sýrðum rjóma, mysu, stökku grænmeti og sölvasalti

Fjöldi
6
Innihaldsefni HRÁAR KRYDDLEGNAR RÆKJUR 250 g rækjur án skeljar 20 g repjuolía (eða önnur góð olía) Dálítið eplaedik Salt SÝRÐUR RJÓMI 4 msk. sýrður rjómi Dálítið eplaedik Salt MYSA 100 g mysa 1 matarlímsblað STÖKKT GRÆNMETI 30 g blaðsellerí 30 g agúrka 1 skalottlaukur Söxuð selleríblöð Dálítið eplaedik Repjuolía Salt SÖLVASALT 10 g salt 10 g söl
Aðferð

HRÁAR KRYDDLEGNAR RÆKJUR
Öllu blandað saman og smakkað til með ediki og salti.

 

SÝRÐUR RJÓMI
Öllu er hrært saman með sleikju uns kekkjalaust.

 

MYSA
Leysið matarlímið upp í köldu vatni og bætið því út í mysuna. Hitið uns matarlímið leysist upp. Hellið þá mysunni í skál og kælið. Athugið að liðið geta allt að þrír tímar áður en þetta stífnar að fullu.

 

STÖKKT GRÆNMETI
Saxið blaðsellerí, agúrku og skalottlauk og blandið saman við edikið, saltið og olíuna. Leyfið að standa við stofuhita í u.þ.b. 10 mín. Bætið söxuðu blöðunum saman við.

 

SÖLVASALT
Saxið sölin mjög smátt og setjið í matvinnsluvél ásamt saltinu. Látið vélina vinna þar til þetta verður fíngerður saltsalli.

 

FRAMREIÐSLA

  1. Smyrjið sýrða rjómanum á lítinn disk, blandið saman rækjum og grænmeti og dreifið yfir sýrða rjómann.
  2. Skerið mysuhlaupið í teninga og setjið á víð og dreif ofan á rækjurnar.
  3. Sáldrið að lokum sölvasaltinu yfir allt.

 

VÍNIN MEÐ
Fersk skelfiskvín eiga hér vel við.

Úr bæklingi frá þemadögunum "Smáréttaveisla" (PDF) Uppskrift fengin frá Gunnari Karli Gíslasyni, DILL
Fleiri Fiskréttir