- Skerið himnuna af skötuselnum og skerið hann í 4x4 cm bita.
- Setjið sojasósu, tómatsósu og fínt saxaða hvítlauksgeira í skál og marinerið skötuselsbitana í leginum í a.m.k. eina klst. (má vera yfir nótt).
- Takið fiskinn úr leginum og þerrið hann létt með pappír.
- Penslið fiskinn með olíu og grillið hann í 4 mínútur á hvorri hlið.
KOTASÆLUMAJÓNES
- Blandið saman kotasælunni og majónesinu í skál.
- Saxið dillið fínt og bætið út í. Kryddið með salti.
DILL-DRESSING
- Blandið öllu saman í skál.
- Bætið fínt söxuðu dillinu út í.
- Gott er að leyfa sósunni að standa yfir nótt því þá kemur bragðið af dillinu betur fram.
VÍNIN MEÐ
Fersk hvítvín og jafnvel freyðivín ganga vel með þessum rétti.