Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Kjúklingabaunir

með ananas og jarðhnetum

Fjöldi
2
Innihaldsefni 250 g kjúklingabaunir 1 stk. laukur, skorinn í sneiðar 1/2 tsk. tímjan, eða nokkrir ferskir kvistir 1/2 tsk. turmerick. 2 hvítlauksrif, söxuð eða marin 1 stk. chilli 2 cm engifer, rifin 2 dl ananassafi, hreinn 200 ml kókosmjólk 50 g hnetusmjör 1 stk. paprika, skorin í strimla 1/2 stk. ananas, skorinn í bita Salt og pipar
Aðferð
  1. Sjóðið baunirnar.
  2. Svitið lauk í potti ásamt timjan, hvítlauk, chilli og engifer. Þegar laukurinn er orðinn glær er ananassafanum bætt útí og hann soðinn niður til helminga, þá er kókosmjólk og hnetusmjöri hrært út í.
  3. Ananas og papriku er bætt út í sósuna, ásamt smá vatni ef þurfa þykir.
  4. Baunum hellt út í, soðið upp og smakkað til með salti og pipar.
  5. Skreytt með t.d. steinselju.

 

VÍNIN MEÐ
Grænmetisréttavín 
eru upplögð hér.

 

 

Úr Vínblaðinu (1.tbl.4.árg) (PDF) Uppskrift fengin frá Veitingahúsinu Á næstu grösum
Fleiri Grænmetisréttir