Lýsing
Kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Sólber, plóma, barkarkrydd, vanilla. Sjá meira
Bragðflokkur: Meðalfyllt og ósætt
Fjölbreyttur flokkur vína sem sum hafa verið tunnuþroskuð
og önnur ekki, yfirleitt tilbúin til notkunar þegar þau koma á
markað þó að mörg geti geymst í einhver ár. Hér er að finna
allar hugsanlegar þrúgur svo sem léttari Cabernet og Merlot,
Chianti og flest Rioja-vín.
Þessi vín henta best með flestum mat. Þetta eru nokkuð bragðmikil og góð með rauðu kjöti og ostum.
Rauðvín eru best borin fram við 16-18°C. Léttari rauðvín þola oft smá kælingu. Sjá minna