Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Grillaður ferskur spergill,

hleypt egg, parmaskinku-dressing, brauðkruður

Fjöldi
4
Innihaldsefni DRESSING 4 sneiðar parmaskinka, fínt saxaðar (40-50 g) 1 stk. skalotlaukur, fínt saxaður 1 hvítlauksrif, fínt saxað 1 msk. Dijon sinnep 1 tsk. hunang ½ sítróna, safinn Dass Tabasco 150 g Extra Virgin ólífuolía Salt og pipar SPERGILL, EGG OG BRAUÐ 2 búnt ferskur grænn spergill 4 stk. egg 2 brauðsneiðar, skornar í litla teninga 40 g parmesan ostur Extra Virgin ólífuolía 2 msk. hvítvínsedik
Aðferð

DRESSING

  1. Blandið saman í skál öllu nema ólífuolíunni.
  2. Hrærið vel saman.
  3. Bætið ólífuolíunni  rólega saman við og pískið dressinguna rösklega þar til hún fær á sig fallega áferð.
  4. Smakkið til með salti og pipar.

 

SPERGILL, EGG OG BRAUÐ

  1. Skrælið spergil á hefðbundinn hátt og skerið frá endann. Þetta er smekksatriði – hýðinu er líka stundum leyft að vera á.
  2. Steikjið brauðteninga upp úr ólífuolíu við miðlungshita þar til stökkir og gylltir, veiðið upp á þurrt stykki og geymið.
  3. Brjótið eggin og setjið heil í 4 bolla (1 egg í bolla).
  4. Grillið spergilinn á funheitu grilli í u.þ.b. 2 mínútur, veltið til og kryddið með salti og pipar. 
  5. Hellið 2 l af vatni í pott ásamt dálitlu salti og hvítvínsediki. Látið suðuna koma upp. Hellið eggjunum rólega úr bollunum yfir í heitt vatnið. Ekki láta sjóða í vatninu, eggin eru tilbúin á 3-4 mínútum, með mjúkri miðju. Veiðið upp með gataspaða á þurrt stykki og snyrtið til.
  6. Skiptið sperglinum jafnt á 4 diska, setjið u.þ.b. 2 msk. af dressingu á hvern disk yfir spergilinn. Þar næst er 1 egg sett ofan á ásamt stökkum brauðkruðum, sjávarsalti og nýmöluðum pipar. 
  7. Að lokum fer skvetta af Extra Virgin ólífuolíu yfir eggið og ríflegur skammtur af rifnum parmesan osti.

 

VININ MEÐ
Þessi létti og ferski réttur kallar á til dæmis ferskan Sauvignon Blanc frá Frakklandi. Léttur franskur Pinot noir er einnig góður kostur.

 

Uppskrift fengin frá Essensia
Fleiri Skyldir Réttir