Greinar
08.06.2017
Hvað er sett á grillið? Yfirleitt er það eitthvað sem okkur þykir einstaklega gott og þá alveg til í að rista það aðeins á grillinu til þess að fá í matinn þennan einstaka grillkeim. Svo má taka þessa umræðu um hvort að gasgrill gefi þennan rétta tón, eða hvort það séu eingöngu viðarkolin sem geti gefið hann.
19.05.2017
Slow Food er tiltölulega nýlegt fyrirbæri fyrir okkur Íslendinga, enda kannski ekki svo langt síðan skyndibitamatur varð áberandi hér landi, þrátt fyrir að pylsurnar hafi svo að segja verið samofnar við þjóðarsálina í þó nokkra áratugi.
02.05.2017
Það er einn af þessum sumardögum þegar sólin skín og fólk flykkist út á pall eða garð; einhverjir kveikja á grillinu, á meðan aðrir útbúa sér matarmikið salat. Með hlaðborð af kræsingum, hvað hentar þá betur en að hella kældu rósavíni í glas?
02.05.2017
Rósavín er ekki bara bleikur drykkur í glasi. Til eru ýmsar gerðir rósavína og geta þau verið jafn ólík og þau eru mörg, rétt eins og hvít- og rauðvínin. Litrófið spannar allt frá jarðarberjableikum til laxableiks og yfir í múrsteinsbleikan.
24.04.2017
Með auknum ferðalögum okkar Íslendinga höfum við kynnst hinum dásamlegu spænsku smáréttum sem nefndir eru tapas.
Saga tapas er aðeins á reiki en líklegasta skýringin er sú að þegar vín voru borin fram, gjarnan sætt sérrí, hafi brauð eða þunn kjötsneið verið lögð yfir glasið til að halda flugum frá...
10.04.2017
Fjallstindarnir stinga höfðinu upp úr þokunni og eftir því sem sólin rís hærra yfir sjóndeildarhringnum hopar þokan upp úr dalnum. Inn á milli Mayacama fjallgarðsins og Vaca fjallanna kúrir Napa dalurinn, eitt þekktasta víngerðarsvæði Kaliforníu.
28.03.2017
Riesling þrúgan hefur, ásamt Chardonnay, verið álitin ein besta hvítvínsþrúga heimsins. Þrátt fyrir að vera marglofuð af vínáhugamönnum og víngerðarmönnum hafa vín úr þrúgunni ekki náð hylli hins almenna neytanda. Ástæðan kann að vera að í vöruúrvali Vínbúðarinnar hefur mest borið á hálfsætum vínum úr Riesling og þar með hafi þessi góðu hvítvín fengið þá ímynd að Riesling væri bara sætt hvítvín.
21.03.2017
Gin hefur náð töluverðum vinsældum síðustu ár. Hér áður voru fáir sem drukku gin og þá aðallega í tonik eða greip, að vísu var Dry Martini kokteillinn vinsæll drykkur á undan mat.
13.03.2017
Nýja Sjáland eins og flestir vita er afskekkt eyja í suðvesturhluta Kyrrahafsins um 1.500 km austan við Ástralíu. Megnhluti ríkisins samanstendur af tveimur eyjum, Norðurey og Suðurey, ásamt smærri eyjum. Landslagið einkennist af samblöndu landriss og eldvirkni og er því landfræðilega nokkuð fjölbreytt.
25.02.2017
Fiskur og rauðvín hefur sjaldan þótt fara vel saman, allavega ekki hér á landi. Frændur vorir norðmenn eru þó með það á hreinu að rauðvín með soðnum þorski sé algjör veislumatur og haldið ykkur nú fast; rauðvín með soðnum þorski, hrognum og lifur, þá er sko hátíð!