Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Greinar

Greinar

Sjálfbærni í vínframleiðslu

27.05.2019

Umræða um umhverfismál verður sífellt háværari, sem betur fer. Sjálfbærni er hugtak sem margir hafa tileinkað sér, sumir til lengri tíma en aðrir styttri. Sjálfbærni getur verið flókið og víðfeðmt hugtak sem margir leggja mismunandi þýðingu í. Hægt væri að einfalda þýðinguna í það að við nýtum auðlindir okkar með þeim hætti að við göngum ekki á þær svo afkomendur okkar fái einnig að njóta þeirra.

Mjöður

04.04.2019

Mjöður eða hunangsvín, er að öllum líkindum elsti áfengi drykkur mannkynssögunnar en hann er hægt að rekja um 9.000 ár aftur í tímann til þorps í Kína, sem ber nafnið Jiahu. Þessi mjaðardrykkur var gerður úr geri, hrísgrjónum, hunangi og berjum. Drykkurinn hefur innihaldið lágan vínanda, en áfengur var hann engu að síður.

Ostur og bjór

28.02.2019

Vitað mál er að rétt vín parað með rétta ostinum getur verið hin ánægjulegasta upplifun en er bjór ekki bara betri valkostur? Þó svo að allir bjórar passi kannski ekki við alla osta verður útkoman aldrei nærri eins slæm og þegar vín og ostapörun fer úrskeiðis.

Bjórsagan

28.02.2019

Upphafið á bjórframleiðslu er talið hafa verið fyrir rétt um 7.000 árum síðan og fornminjar frá miðausturlöndum benda til að þar sé að finna upphafið að bjórframleiðslu. Einhvern veginn hefur það gerst að bygg hefur farið að spíra í bleytu. Við spírunina breytist sterkjan í bygginu í gerjanlegan sykur. Í loftinu hefur verið gersveppur sem því næst gerjar hið sætkennda vatn sem kornið hefur legið í.

Íslensk handverksbrugghús

28.02.2019

Flóra íslenskra brugghúsa hefur verið í vexti undanfarin ár þar sem hvert brugghúsið á fætur öðru hefur skotið uppi kollinum. Þetta tengist bættri drykkjumenningu okkar Íslendinga og ánægjulegt er að sjá vinsældir handverksbjóra svokallaðra aukast með hverju árinu. Bjór er ekki bara bjór og loksins er farið að tala um þennan drykk með sama hætti og menn hafa gert um vín um aldaraðir.

Saison

28.02.2019

Fyrir tíma kælitækninnar þurftu bruggarar að stunda iðju sína eftir árstíðum. Það fór vissulega eftir því hvar á jarðkringlunni brugghúsið var staðsett, en yfirleitt var of heitt yfir sumarmánuðina til þess að öruggt væri að brugga bjór þar sem hann geymist illa í hita ásamt því að mun meiri hætta er á að bjórinn sýkist af bakteríum. Af þessum ástæðum var bruggað yfir köldustu mánuðina og þessir bjórar síðan hvíldir vikum saman til þess að geta drukkið yfir sumartímann.

Trappist bjórar

28.02.2019

Þegar fólk hugsar um munka er bjór kannski ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann. En bjór hefur einmitt verið bruggaður af munkum, líklegast síðan á fimmtu eða sjöttu öld, þó svo að uppskriftir bjóranna eins og þeir þekkjast í dag hafi ekki litið dagsins ljós fyrr en upp úr miðri 20. öld. En hvers vegna fóru munkar að brugga bjór? Í mjög einfölduðu og styttu máli var ein ástæðan sú að bjór var einfaldlega mun öruggari leið til að innbyrða vökva heldur en að drekka vatn, sem var oftar en ekki uppfullt af skaðlegum bakteríum og veirum sem voru beinlínis stórhættulegar fólki.

Bjór og matur

28.02.2019

Hinir ólíku bjórstílar víðs vegar um heiminn eru ansi margir, en brugghús brugga bæði gamla stíla ásamt því að skapa nýstárleg tilbrigði við þekkt stef. Smekkur hvers og eins ræður þó mestu og því er um að gera að prófa sig áfram við að kynnast hinum ævintýralega heimi bjórsins.

Sushi og vín

07.02.2019

Sagði einhver sushi? Fyrir einhverjum áratugum hefði það aðeins verið lítill hópur sem hefði gert það en í dag eru það kannski fleiri en færri sem fá sér reglulega sushi. Enda hefur framboðið aukist gífurlega og margir sem setja það ekki fyrir sig að rúlla nokkrar rúllur og skella í örfáa bita heima sér.

Freyðivín

26.12.2018

Um hátíðarnar er algengt að framreiddar séu þriggja rétta máltíðir. Forréttir og freyðivín stuðla ekki bara saman heldur parast einstaklega vel saman. Freyðivín hentar vel með fiskmeti, eins og t.d. laxi og skelfiski, hvort sem það er hrátt, eldað eða í súpu. Lambrusco er gott með parmaskinku, parmesan osti og balsamik ediki. Ferskur aspars, léttsteiktur á pönnu, með parmesan osti og smá salti er eitthvað sem gott freyðivín ræður vel við. Svo má nú ekki gleyma öllum ostunum.