Greinar
30.12.2016
Þeir sem kjósa grænan lífsstíl og þar með lífræn vín vilja bæta umgengni við náttúruna og stuðla að því að landbúnaður sé sjálfbær. Lífræn ræktun á vínekru lýtur í grunninn sömu kröfum og í landbúnaði almennt. Bannað er að nota tilbúinn áburð, skordýraeitur og öll önnur eiturefni sem notuð eru til verndar gegn sníkjudýrum. Þess í stað eru notaðar náttúrulegar leiðir til að vernda vínviðinn sem hafa þann tilgang að bæta jarðveginn og gera hann sjálfbæran, lifandi og nærandi fyrir plöntuna...
21.12.2016
Íbúar á norðurhjara veraldar eiga flestir það sameiginlegt að vilja dökk og kraftmikil rauðvín, hvort heldur þau eru höfð með mat eða ekki. Á þessum árstíma gera flestir vel við sig í bæði mat og víni. Sé gengið út frá hnattstöðu, þá eru bragðmikil og kröftug vín í uppáhaldi þegar velja á eitthvað gott til að hafa með hátíðarmatnum. Ég tók smá skoðunarferð um Vínbúðina til að finna út hvaða vín ég gæti hugsað mér með þeim fjölbreytta hátíðarmat sem er til boða á aðventunni og um hátíðarnar.
02.12.2016
Notalegheitamatur er kannski ekki þjálasta orðið yfir comfort food en skilst þó ágætlega að mínu mati. Þegar skammdegið færist yfir sækjum við í annarskonar mat, líkt og matarmiklar súpur eða pottrétti. Ímyndið ykkur að vindurinn gnauði úti, við séum búin að kveikja á kertum og bíðum eftir að maturinn verði klár.
23.11.2016
Sérstakir jólabjórar hafa orðið sífellt meira áberandi undanfarin ár. Nú er að finna meira úrval af sérstökum jólabjórum í Vínbúðunum en nokkru sinni fyrr. Áhuginn er mikill og stundum finnst okkur Vínbúðarstarfsfólkinu verslunarmannahelgin varla liðin þegar viðskiptavinir byrja að spyrja um jólabjórinn!
15.11.2016
Margir bíða spenntir eftir að jólabjórinn komi í Vínbúðirnar og hefur mikið verið spurt um hvenær búast megi við honum, en sala á honum mun hefjast þriðjudaginn 15. nóvember.
08.11.2016
Hér á Íslandi er ekki svo langt síðan að viskí frá Bandaríkjunum, þ.e. Bourbon og skyldir spírar, höfðu fremur slæmt orðspor. Þetta voru hráir, einfaldir drykkir sem voru nánast ekki þess virði að kaupa. Tímarnir eru sem betur fer að breytast.
28.10.2016
Viðskiptavinir biðja mig stundum góðlátlega að „bulla“ við sig um vínið. Þá eiga þeir við að ég lýsi víninu. Segi frá kostum og göllum þess, hvernig það bragðast, hvernig það ilmar, með hverju það gengur matarlega, hvort það sé kröftugt eða létt, sætt eða súrt, ungt eða þroskað. En allar þessar upplýsingar má í raun nálgast á hillumiðanum.
19.10.2016
Líkt og bjór eru pizzur jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Grunnur, sósa og ekki síst álegg eru afar mismunandi og því að ýmsu að huga þegar kemur að pörun pizzu og bjórs. Oftast er talað um pizzur sem frekar létta máltíð, en eins og allir áhugamenn um góða pizzu vita þá er það langt frá því algilt.
10.10.2016
Þrjár vikur. Allt að sjö milljónir manna. Fimm hundruð þúsund kjúklingar, hundrað tuttugu og fimm þúsund pylsur og síðast en ekki síst, átta milljón lítrar af bjór.
03.10.2016
Vín frá Nýja-Sjálandi eru aðeins smábrot af allri vínframleiðslu heimsins. Þrátt fyrir smæð sína hefur þeim tekist að stilla sér upp með þeim bestu hvað gæði varðar.