Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Greinar

Greinar

Valpolicella

02.01.2017

Fræðsla er stór hluti í þjónustu Vínbúðanna og er vel við hæfi að hefja nýtt ár á Ítalíu, en vín þaðan njóta aukinna vinsælda og þá sér í lagi rauðvínin.

Rósavínssala undanfarin ár

30.12.2016

Það er bara eitt um rósavínssölu undanfarinna á Íslandi ára að segja; hún er niður á við. Á meðfylgjandi línuriti má sjá þróunina síðastliðin 18 ár.

Rósavín og matur

30.12.2016

Sumarið er í hugum margra tími rósavínsins. Það er létt og ferskt og langbest borið fram kælt, sem er tilvalið á heitum sumardegi. Það hentar vel með grillmat og léttum sumar réttum, möguleikarnir á ljúffengri pörun með mat eru nánast endalausir. Kokkarnir á Sushi Samba, með Aron Má Jóhannsson í broddi fylkingar, göldruðu fram 6 ljúffenga rétti sem smellpassa með rósavíninu og má skoða þær hér. Njótið vel!

Reglugerðir og vottanir

30.12.2016

Fyrsta reglugerð um lífræn matvæli var gefin út árið 1991 af Evrópusambandinu. Þessi reglugerð tók yfir plöntur, ræktun þeirra og matvörur unnar úr þeim. Þar með var komin reglugerð sem hafði með vínframleiðslu að gera.

Upphaf lífrænnar ræktunar

30.12.2016

Sögu skipulagðrar víngerðar má rekja aftur um ein 7.000 ár eða svo. Það sem við köllum léttvín eða borðvín er því ekki nýtt fyrirbrigði. Fornminjar gefa til kynna að fyrst hafi skipulögð vínræktun í víngörðum hafist í Kákasus. En fljótlega eftir það barst þessi þekking til landanna fyrir botni Miðjarðarhafsins ...

Mismunandi flokkar lífrænnar ræktunar

30.12.2016

Lífræn ræktun vínviðarins leiðir af sér að allt umhverfi vínviðarins, svo sem garðurinn sjálfur og allt nánasta umhverfi hans, tryggir náttúrunni á svæðinu ákveðið heilbrigði og jafnvægi. Til þess að tryggja frjósemi jarðvegsins er eingöngu notaður húsdýraáburður og inn á milli vínviðarraðanna er ræktaður annar gróður sem tryggir fjölbreytileika í flóru víngarðsins.

Ræktunaraðferðir - lífrænar

30.12.2016

Til þess að vínviðurinn skili sem bestum árangri er mikilvægt fyrir vínbóndann, sem framleiðir lífrænt vín að hafa eftirfarandi í huga...

Af hverju lífrænt?

30.12.2016

Þeir sem kjósa grænan lífsstíl og þar með lífræn vín vilja bæta umgengni við náttúruna og stuðla að því að landbúnaður sé sjálfbær. Lífræn ræktun á vínekru lýtur í grunninn sömu kröfum og í landbúnaði almennt. Bannað er að nota tilbúinn áburð, skordýraeitur og öll önnur eiturefni sem notuð eru til verndar gegn sníkjudýrum. Þess í stað eru notaðar náttúrulegar leiðir til að vernda vínviðinn sem hafa þann tilgang að bæta jarðveginn og gera hann sjálfbæran, lifandi og nærandi fyrir plöntuna...

Helstu vínlöndin í lífrænni ræktun

30.12.2016

Fremstir í flokki í lífrænni vínræktun hafa verið Þjóðverjar og Austurríkismenn, en aðrar þjóðir flykkjast nú í þennan hóp. Framleiðendur keppast nú við að snúa til betri vegar og fá garða sína vottaða fyrir lífræna ræktun, en þessi hópur hefur á síðustu árum aukist um tugi prósenta...

Ungt og kælt

30.12.2016

Rósavín er best borið fram kælt. Best er að geyma það í nokkrar klukkustundir í kæli áður en það er borið fram, en ef ekki gefst tími til þess er hægt að setja það í frystinn í um hálftíma til að ná réttu hitastigi.