Greinar
13.01.2025
Nú þegar rykið er rétt nýsest eftir jólin er ekki seinna vænna að huga að þorranum og hvað sé hægt að drekka með þorramatnum. Þessum súra það er að segja, en sýran er mjög afgerandi þáttur í bragðbyggingu matarins.
19.12.2024
Ef halda á veganjól þar sem fara á alla leið, þá má finna hérna lista yfir allar þær vörur sem eru merktar vegan á vörulista vefbúðar Vínbúðanna. Hér eru síðan nokkrar skemmtilegar uppskriftir af vegan réttum af vinbudin.is.
13.11.2024
Mánudaginn, 4. nóvember 2024, voru árleg verðlaun veitt fyrir heimsins bestu víngarða til að heimsækja (e. World’s Best Vineyards). Athöfnin var haldin hjá Sussex framleiðandanum Nyetimber í Bretlandi og var Tim Atkin MW (e. Master of Wine) kynnir hátíðarinnar. Listinn telur upp 50 framleiðendur um allan heim sem þykja skara fram úr þegar kemur að upplifun heimsókna, hvort sem það er til að smakka vín eða læra um vínrækt og víngerð.
16.10.2024
Rioja er eitt af rótgrónustu víngerðarsvæðum Spánar og í hillum Vínbúðanna, enda vöruskipti með fisk og vín ein af ástæðunum fyrir stofnun ÁTVR.
Upp úr miðri 19. öld flúðu víngerðarmenn (Murrieta og Riscal) til Bordeaux vegna borgarastyrjaldar á Spáni. Við heimkomu fluttu þeir með sér bæði þekkingu og tunnur sem kallast barrique og eru 225 lítrar.
26.09.2024
Októberfest, sem haldin er síðustu 2 vikurnar í september til og með fyrstu helgina í október ár hvert, er stærsta þjóðhátíð Þjóðverja. Þó að hátíðin eigi upptök sín í Theresienwiese í Munchen hafa önnur lönd tekið þessa hátíð opnum örmum og er hún því haldin um heim allan.
04.07.2024
12. júlí er alþjóðlegur Cava dagur. Cava er spænskt freyðivín framleitt með hefðbundinni aðferð (e. Traditional method). Hefðbundin aðferð hefur einnig verið nefnd kampavínsaðferð, enda á hún uppruna sinn að rekja til kampavínshéraðsins.
12.06.2024
Þegar sól hækkar á lofti og ferðafiðringurinn gerir vart við sig fæ ég gjarnan ferðatengdar spurningar eins og hvernig vín henti í ferðalagið, hvort hentugra sé að velja kassavín eða flösku og hvernig sé best að kæla vínið eða bjórinn. Á sumrin breytist gjarnan vínvalið og léttari, ávaxtaríkari og frískari vín verða gjarnan fyrir valinu. Rauðvín sem ferðast er með þarf að þola að kólna örlítið og þá henta léttari og ávaxtaríkari vín betur.
23.05.2024
23. maí er alþjóðlegur Chardonnay dagur. Chardonnay er líklegast sú hvíta berjategund sem er hvað þekktust og hefur verið það mjög lengi. Þessi berjategund gefur af sér ólíka og fjölbreytta stíla, allt frá einföldum og tiltölulega ódýrum hvítvínum upp í dýrustu gæðahvítvín heims.
13.05.2024
Oft er talað um Sauvignon Blanc sem alþjóðlega þrúgu sem þýðir að hún er ræktuð víða í heiminum. Vín úr þessari þrúgu spanna allan gæðaskalann, með einkennandi ferska sýru og eru mörg hver í grösugri stílnum á meðan önnur bæta við sig ávaxtaríkari einkennum.
26.04.2024
Alþjóðlegur dagur Viognier þrúgunnar er 26. apríl. Viognier þrúgan (“ví-on-íe”) er upprunalega tengd Rónardalnum í suðurhluta Frakklands, þó hana megi einnig finna annars staðar í heiminum, eins og Ástralíu, Chile og Suður-Afríku. Í Rhône er hún hvað þekktust í norðurhlutanum í Condrieu, Château Grillet og Côte-Rôtie. Á síðastnefnda svæðinu má allt að 20% af henni vera gerjuð með rauðvínsþrúgunni Syrah.