Hveitibjóra er hægt að finna í ýmsum útgáfum en tveir algengustu flokkarnir eru Weizen frá suður Þýskalandi sem hafa oftast nokkuð áberandi ilm af banana og negul og Witbier frá Belgíu sem hafa yfirleitt léttari fyllingu en þeir þýsku, auk þess að vera oft á tíðum kryddaðir með hráefnum eins og sítrusberki og kóríander. Hveitibjórar hafa yfirleitt nokkuð mjúka fyllingu, humlaeinkenni eru ekki áberandi og beiskja fremur lítil. Vínandastyrkur getur verið frá 4,5% til 8%.