Mjög fjölbreyttur flokkur af breskum ölstílum sem hafa fengið endurnýjun lífdaga í amerískum handverksbrugghúsum. Hér er að finna bjóra sem geta verið ljósir að lit, léttir og bragðmildir eða bjóra sem eru mjög maltaðir, hafa háan vínandastyrk, þéttir og beiskir. Erfitt er að gera grein fyrir ákveðnum bragðeinkennum þar sem fjölbreytnin er mikil en þó má segja að ameríski stíllinn sé í flestum tilvikum beiskari og hafi meira áberandi ilm og bragð af humlum.