Á vefnum www.vinbudin.is er auðvelt að panta og velja úr öllu vöruvali Vínbúðanna. Hægt er að velja á milli þess að sækja samdægurs í vöruafgreiðslu, eða fá sent í hvaða Vínbúð sem er – án endurgjalds. Sendingartími er um 1-3 dagar á höfuðborgarsvæðinu, en allt að 7 dagar í aðrar Vínbúðir. Við látum þig vita þegar varan er komin i búðina.
Vöruval í Vínbúðum er ólíkt eftir stærð, en Vínbúðir á minni stöðum hafa minna úrval. Í vefversluninni er hinsvegar hægt að nálgast allt vöruvalið og fá sent í þína Vínbúð – án endurgjalds.
Stærsta Vínbúðin er því í tölvunni þinni!
Hægt er að sjá hvaða vöruúrval er í hverri verslun með því að fara í vöruleitina og velja þar Vínbúð og þá birtist allt vöruvalið.
