Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Tíðni áfengisneyslu lægst á Íslandi

(2016) The Nordic Monitoring System 2011–2014

The Nordic Monitoring System er skýrsla um heilsuhegðun Norðurlandabúa sem Norræna ráðherranefndin gefur út og byggir á niðurstöðum kannana sem gerðar voru á Norðurlöndunum í samstarfi þjóðanna. Gerðar voru kannanir árið 2011 og aftur 2014 og stóð Embætti landlæknis fyrir gerð þeirra hér á landi. 

Niðurstaða:
•    Lægst tíðni áfengisneyslu er á Íslandi (1,2 sinnum í viku).
•    Lægst tíðni ölvunardrykkju er á Íslandi (39,1 % síðastliðna 30 daga). 
•    Danir drekka oftast (2,5 sinnum í viku). 
•    Norðmenn drekka sig oftast ölvaða (51,5 % síðastliðna 30 daga).
•    Að meðaltali neyta Norðurlandabúar áfengis 1,7 sinnum í viku.
•    Um 45% aðspurðra hafa drukkið sig ölvaða á síðastliðnum 30 dögum.

Danir drekka langoftast af norðurlandaþjóðunum og er eina þjóðin sem er ekki með einkasölu ríkis á áfengi. Margar rannsóknir sýna að aukin tíðni áfengisneyslu stóreykur tíðni skorpulifrar*, en skorpulifur er óafturkræfur sjúkdómur og getur valdið alvarlegum fylgikvillum og jafnvel dauða**. 

*(2002) The repeal of medium-strength beer in grocery stores in Sweden (Chapter 6)
*(1995) Potential consequences from possible changes to nordic retail alcohol monopolies resulting from European Union membership
 
*(2009) The Effectiveness of Limiting Alcohol Outlet Density As a Means of Reducing Excessive Alcohol Consumption and Alcohol-Related Harms

**https://www.visindavefur.is/svar.php?id=13886