Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Hafðu skilríkin meðferðis

29.07.2008

15, 24 eða 32 ára?

Á starfsfólki Vínbúðanna hvílir sú skylda að ganga úr skugga um að viðskiptavinir hafi aldur til að kaupa áfengi.

Í júlí 2008 var hrint af stað átaki í þeim tilgangi að auka skilning viðskiptavina á mikilvægi þess að hafa skilríki sín meðferðis í Vínbúðina og hvetja þá til að sýna þau að fyrra bragði.  Herferðin er byggð á svipuðum auglýsingum og Vínbúðirnar sýndu árið 2007, en þó með örlítið breyttu sniði.

Í tengslum við auglýsingarnar voru settar fram skemmtilegar setningar á borð við:

  • “Það er ekkert grín að kaupa vín”,
  • “Við verðum að vera viss"
  • “Við dæmum engann eftir útlitinu" 
  • “Sýnum skilríkin brosandi”
  • "Teinið er ekki feimnismál"
  • "Starfsfólk Vínbúðanna er ekki sérfræðingar í aldri heldur vínum"
  • "Það er sjálfsagt mál að sýna skilríki"
  • "Getur þú sannað það?"
  • "Ég er alltaf beðin um skilríki. Er ég svona ungleg?"
  • "Nú er ég 19. Ég hélt ég væri 20!"
  • "Ég geng ekki með skilríki af trúarástæðum"
  • "Ég þarf ekki teinið, ég er með yfirvararskegg!"
  • "Manstu ekki eftir mér, ég verslaði hérna fyrir fjórum mánuðum?"
  • "Við semjum ekki lögin, en þurfum að fylgja þeim"

.... Hafðu skilrikin meðferðis!

Skilaboðin eru m.a. sett fram á upphengiefni í Vínbúðunum, í blaðaauglýsingum og á þeim vefsíðum sem höfða til yngri hópa. Þannig er markmiðið að fæla frá þau ungmenni sem ekki hafa náð tvítugsaldri og búa jafnframt aðra undir að framvísa skilríkjum á jákvæðan og skemmtilegan hátt.