ÁTVR styrkir ýmis góðgerðar- og forvarnarverkefni en aðaláherslan er þó á málefni sem tengjast neyslu vímuefna og fyrirbyggjandi starfsemi.
Hér gefst færi á að senda okkur beiðnir um styrki. Öllum beiðnum er svarað, en vegna fjölda beiðna verðum við því miður stundum að hafna spennandi verkefnum. Styrkbeiðnum er ekki svarað í síma.
Eftirfarandi verður að koma fram á styrkbeiðninni:
- Hver sækir um: Einstaklingur - félag - samtök
- Tengiliður: Nafn, símanúmer/GSM og netfang
- Hvers vegna er sótt um: Samandreginn texti um helstu atriði umsóknar
- Upphæð sem sótt er um
- Tímarammi - dagsetning
- Einnig má senda með viðhengi með ítarlegri texta og öðru ítarefni þar sem við á.
Hér getur þú sótt um styrk eða sent á netfangið styrkur@vinbudin.is
Athugið að það tekur að lágmarki 7-10 daga að fá svar við styrktarbeiðnum og því um að gera að senda fyrirspurnir tímanlega.