Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Gæðastefna

Stefnan byggir á heildarstefnu ÁTVR, þar sem markmiðið er að veita framúrskarandi þjónustu sem byggð er á væntingum viðskiptavina, samstarfsaðila og starfsfólks.

Gæðastjórnun ÁTVR skal ávallt vera í samræmi við lög og reglugerðir.

Gæðastjórnun skal vera hluti af stjórnskipulagi fyrirtækisins og endurskoðuð reglulega.

Til að ná hámarksárangri skal gæðastjórnun:

 • Finna og afmarka þau ferli sem nauðsynleg eru og innleiða þau um allt fyrirtækið.
• Ákvarða viðmið og aðferðir til að tryggja að bæði starfræksla og stýring ferla sé virk.
• Vakta, mæla og greina ferli.
• Innleiða þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru til að ná tilætluðum árangri og stöðugum umbótum.

Allt starfsfólk á að þekkja og bera ábyrgð á framkvæmd gæðastefnu ÁTVR

Stefnan er í gildi frá 1. júní 2019