Áfengissalan hér á landi jókst úr 17,5 millj. lítra árið 2001 í 18,6 millj. lítra árið 2002 eða um 6,6%. Umreiknað til hreins vínanda, alkóhóllítra, svaraði salan til 1.445 þús. lítra árið 2002 og var 4,3% meiri en árið áður. Reiknað á hvern íbúa 15 ára og eldri, nam salan 6,53 alkóhóllítrum og jókst um 3,3% frá fyrra ári samanborið við 2,9% aukningu árið áður og 3,9% aukningu árið þar áður. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands (http://www.hagstofa.is).
Sala á sterku áfengi minnkaði um 5,4% milli áranna 2001 og 2002, en sala á bjór jókst um 6,4%. Sala á léttu víni jókst þó enn meira eins og verið hefur undanfarin ár og var aukning milli áranna 2001 og 2002 um 11,8%. Sala á rauðvíni jókst um 14% og sala hvítvíns jókst um 7,5% frá árinu 2001. Loks var mikil aukning í sölu á blönduðum drykkjum, eða um 37%, en stór hluti af þessum drykkjum eru tilbúnar blöndur, seldar á álíka flöskum gosdrykkir.
Ekki er meðtalið það áfengi sem ferðamenn eða áhafnir skipa og flugvéla flytja með sér inn í landið.