Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Vínbúð í Vík opnuð í dag

19.06.2003

Vínbúð í Vík opnuð í dagNý Vínbúð var opnuð í dag, 19. júní í Víkurskála við Austurveg 18 (Þjóðveg 1) í Vík í Mýrdal.  Af þessu tilefni var haldin kynning á búðinni í gærkvöldi og komu um 40- 50 manns til að fagna opnuninni. Vínbúðin í Vík er 42. vínbúðin sem ÁTVR opnar og verða í boði 80 tegundir áfengis. Ívar J. Arndal bauð fólk velkomið og afhenti Guðmundi Elíssyni verslunarstjóra lyklana að vínbúðinni að lokinni ræðu. Einnig tóku til máls Guðmundur Elísson verslunarstjóri og varaoddviti Mýrdalshrepps, Bryndís Harðardóttir og töldu þau vínbúðina góða viðbót við þjónustuna í bænum. Vínbúðin er rekin í samstarfi við Kaupfélag Árnesinga og er opin kl. 17-18 mánudaga til fimmtudaga en kl. 16-19 á föstudögum.

 

Mynd: Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR, Guðmundur Elísson verslunarstjóri Vínbúðarinnar í Vík og varaoddviti Mýrdalshrepps, Bryndís Harðardóttir fagna opnuninni.