Nú er þorrinn á næsta leiti en sala hefst á þorrabjór í Vínbúðunum fimmtudaginn 16. janúar. Upphaf þorrans er á bóndadaginn, föstudaginn 24. janúar. Í ár er áætlað að um 23 tegundir af þorravöru verði í boði yfir tímabilið, langflestar vörurnar bjór, en einnig brennivín.
Hér á vinbudin.is er hægt að kynna sér úrvalið og sjá í hvaða Vínbúðum hver tegund fæst. Flesta þorrabjóra verður hægt að kaupa í Vefbúðinni, en sumar árstímabundnar vörur koma til okkar í mjög takmörkuðu magni og því alltaf einhverjar tegundir sem klárast fljótt. Sölutímabili þorrabjórs lýkur svo við upphaf Góu, eða 22. febrúar.
Gleðilegan þorra!