Íslendingar eru eflaust þjóða bestir í nýta hvern sólageisla sem glittir í til að bjóða í grillveislu, skella í pottapartý eða flatmaga á pallinum með girnilegan kokteil í glasi. Þá kemur vinbudin.is sér vel, því þar má nálgast fjölda uppskrifta af girnilegum grillmat eða sumarlegum smáréttum auk spennandi úrvals af ljúffengum kokteilum, bæði áfengum og óáfengum. Tilvalið er að frysta ber eða ávexti í litlum kúlum, bitum eða sneiðum og nota sem klaka í frískandi sumardrykki. Hér eru dæmi um nokkra kokteila sem gaman er að prófa sig áfram með að blanda og skreyta svo af hjartans list, njótið vel!
Chilimojito
Innihaldsefni:
2 tsk. hrásykur
7-10 mintulauf
5 límónubátar
3 chilisneiðar
3 cl Bacardi Razz eða sambærilegt
1,5 cl Triple sec
2cl sódavatn
Aðferð:
Merjið límónu og sykur saman í glasi. Leggið mintulaufið í lófann og merjið létt. Setjið síðan mulinn klaka, mintu, áfengið og chili í glasið. Hrærið allt saman og fyllið glasið með sódavatni. Skreytið með chili.
Höfundar kokteils: Gunnsteinn, Villi og Alex Da Rocha á Sushi Social
Límonaði Slippbarsins (óáfengur)
Innihaldsefni:
12 cl heimagert límonaði
2 cl möndlusíróp
8 mintulauf
4 cl sódavatn
Aðferð:
Hristið saman límónaði, möndlusíróp og mintu í kokteilhristara. Hellið í viskíglas og bætið við sódavatni eftir smekk.
Heimagert límónaði:
Setjið börk (án hvíta hlutans) af appelsínu, sítrónu og límónu í skál og þekið með hrásykri. Látið standa í 2 ½ tíma. Blandið síðan safanum úr ávöxtunum saman við og hrærið í þar til sykurinn er uppleystur. Sigtið þá börkinn frá.
Höfundur kokteils: Ásgeir Már Björnsson
Vatnsmelónumartini
Innihaldsefni:
3 teningar vatnsmelóna
2 cl vodka
2 cl Passoa
2 cl trönuberjasafi
Aðferð:
Maukið melónubitana og setjið þá í hristara ásamt öðrum hráefnum. Hristið hraustlega og sigtið í kokteilglas.
Höfundar kokteils:Gunnsteinn, Villi og Alex Da Rocha á Sushi Social