Nú er hægt að velja að fá Vefbúðarpöntun afhenta samdægurs í fimm Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu auk vöruafgreiðslu á Stuðlahálsi.
Ef pantað er fyrir kl. 14:00 á virkum dögum er hægt að sækja innan dagsins í Vínbúðirnar Dalvegi, Heiðrúnu, Skútuvogi, Skeifu og Álfrúnu (Hafnarfirði) auk vöruafgreiðslu á Stuðlahálsi.
Að sjálfsögðu er hægt að fá vefbúðarpöntun sína senda án endurgjalds í allar Vínbúðir á landinu og einnig er hægt að sækja pantanir á sjö skilgreindum afhendingarstöðum til viðbótar.